STUDIO8 er ljósmyndastúdíó í Reykjavík með stórt hjarta. Við leggjum metnað okkar í að skapa frumlegar ljósmyndir og veita persónulega þjónustu fyrir einstaklinga, vinnustaði og fjölskyldur. Við tökum vel á móti þér!

ASTA KRISTJÁNSDÓTTIR ljósmyndari

Að taka myndir af fólki hefur verið ástríða Ástu síðan hún fékk sína fyrstu myndavél 14 ára gömul. Síðan þá hefur hún myndað þúsundir manna. Asta hóf fyrirsætuferil sinn í Japan og starfaði sem fyrirsæta á alþjóðavettvangi. Nokkrum árum síðar stofnaði hún og setti á markað Eskimo Models í Reykjavík, Mumbai og Tomsk í Síberíu. 

Ásta stundaði lljósmyndanám í Parsons School of Design í NY sem gaf henni svigrúm til að þróa stíl sinn frekar sem ljósmyndari og lauk einnig ljósmyndanámskeiði hjá Nick Knight í London.

Fyrir tólf árum opnaði Asta STUDIO8 í Reykjavík. Asta hefur unnið með mörgum vörumerkjum og fjölmiðlum á ferðalagi sínu, þar á meðal Vogue Italy, Vogue India, Surface Magazine, LinkedIn og Dove. Hún hefur einnig verið mikill stuðningsmaður mannréttinda og hefur notað verk sín til að vekja athygli á hjálparsamtökum eins og Amnesty International, Krabbameinssamtökunum, Eitt Líf, Downs Samtökin, Barnaspítali Hringsins og Save the children.

BIRTA STEFÁNSDÓTTIR aðstoðarljósmyndari

Birta lauk BA enskunámi með fjölmiðlafræði sem aukagrein hjá HÍ árið 2019. Hún hefur starfað hjá Hildi Hafstein skartgripahönnuði frá árinu 2020 og gegnir þar hlutverki verslunarstjóra en sér einnig um að taka ljósmyndir og búa til efni fyrir samfélagsmiðla. Birta hefur alltaf haft brennandi áhuga á tísku, ljósmyndun og stíliseringu.

Frá árinu 2022 hefur Birta verið í læri hjá Ástu og fengið að spreyta sig undir hennar leiðsögn. Heilsa og næring er áhugamál Birtu og hefur hún stundað íþróttir af kappi frá barnsaldri.

MARGRÉT R. JÓNASAR förðunarfræðingur

Margrét er einn virtasti förðunarmeistari á Íslandi. Hún hefur unnið fyrir mörg stór snyrtivörumerki eins og Chanel, Dior og MAC. Margrét var í MAC Pro Team fyrir viðburði eins og „Fashion Weeks“ og hefur unnið sem förðunarstjóri hjá Ríkisútvarpinu og Stöð 2. Hún hefur gert förðun fyrir auglýsingar, sjónvarpsþætti, tískusýningar og tímarit.

Margrét kenndi förðun við EMM förðunarskólann og síðar við Elite Make Up Academy. Ásamt því hefur hún haldið mörg námskeið fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Árið 2006 stofnaði Margrét Make Up Store. Verslunin var sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi til að bjóða upp á förðunartíma og hópnámskeið.

Margrét sérhæfir sig í að finna út hvað hentar hverri konu best þegar kemur að förðun. Hún er fjölhæf í sinni tækni og kann að draga fram það besta hjá konum.