Hvernig viltu að þínir viðskiptavinir upplifi vörumerkið þitt? Hvernig stemmningu viltu ná fram í myndunum og hvaða litapallettu og bakgrunna sérðu fyrir þér? Við aðstoðum þig við að útfæra þína ímynd og sérstöðu á mynd. Bókaðu þitt pláss núna!
-
PORTRAIT EINSTAKLINGAR
Myndatakan tekur 40-60 mín og fer fram í STUDIO8. Mælum með að taka með auka fatnað til skiptana (3-5 outfit).
Hægt er að bóka förðun/létt hár fyrir myndatöku.
Myndataka kostar 45,000 kr + vsk.
Hver valin/unnin mynd kostar 3,600 kr + vsk.
Ef keyptar eru fleiri en 10 myndir kostar hver mynd 3,200 kr + vsk.
-
BRANDING / MINNI PAKKINN
Ráðgjöf með STUDIO8 teymi nokkrum dögum fyrir myndatökuna.
Myndatakan tekur 2-3 klst. Innifalið í verði eru 40 myndir sem eru svo unnar í eftirvinnslu (photoshop).
Hentar einyrkjum og vinnustöðum sem vantar t.d. myndir á vefsíðu og samfélagsmiðla.
Fer fram á stað sem endurspeglar ímynd og stemmningu fyrirtækisins. Margir kjósa líka að taka myndirnar í studíói. Þá pælum við saman í litapallettu/bakgrunni og fleiru.
Við tökum myndir af hlutum/húsnæði og/eða andlitum fyrirtækisins í “action”.
Margir nýta tækifærið og láta taka portrait myndir af starfsfólki í þessum tökum - allt að 6 manns.
Verð frá 280,000 kr + vsk
-
BRANDING / Stóri pakkinn
Ráðgjöf með STUDIO8 teymi nokkrum dögum fyrir myndatökuna.
Myndatakan tekur 3-5 klst. Innifalið í verði eru 70 myndir sem eru svo unnar í eftirvinnslu (Photoshop).
Hentar einyrkjum og fyrirtækjum sem vilja eiga nóg af myndefni fram í tímann.
Fer fram á stað sem endurspeglar ímynd og stemmningu fyrirtækisins. Margir kjósa líka að taka myndirnar í studíói. Þá pælum við saman í litapallettu/bakgrunni og fleiru.
Við tökum myndir af hlutum/húsnæði/stemmningu og/eða andlitum vinnustaðarins í “action”.
Margir nýta tækifærið og láta taka portrait myndir af starfsfólki í þessum tökum - allt að 12 manns. Verð frá 380,000 kr + vsk
UNDIRBÚNINGUR & afhending mynda
Bókaðu myndatöku með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan sem færir þig yfir í Noona þar sem þú velur myndapakka.
FATNAÐUR. Taktu til fatnað sem þér líður vel í (2-5 outfit). Betra er að taka með sér meira en minna. Við mælum ekki með að setja á sig brúnkukrem eða fara í ljós fyrir myndatökuna. Ekki mikla myndatökuna fyrir þér - við erum vön að vinna með fólki sem finnst óþægilegt að fara í myndatökur. Við tökum vel á móti þér og leiðum þig áfram, skref fyrir skref.
VAL OG AFHENDING MYNDA. Eftir myndatökuna færðu sendan link með bestu myndunum. Þú merkir 5 stjörnur við þær myndir sem þú vilt kaupa og þær fara í eftirvinnslu (photoshop). Nokkrum dögum síðar færðu myndirnar sem þú valdir sendar rafrænt.